Nudd

Vissir þú að nuddmeðferðir eru ekki einhver tískufyrirbrigði heldur eru þetta heilsu meðferðir sem stundaðar hafa verið í meira en 5000 ár?

Olíu / Jurtanudd

Þegar farið er í olíu/jurtanudd er byrjað að nudda bak og herðar með góðum ilmkjarnaolíum. Í lokin er notast við jurtapúða en jurtapúðinn er fylltur með mismunandi jurtum og olíum og er hitaður vel áður en honum er þrýst á aum svæði líkamans. Hitinn og olíurnar frá jurtunum gera það m.a. að verkum að nuddþeginn slakar vel á, blóðflæði örvast og verkirnir minnka. Þetta nudd hentar sérstaklega vel fyrir konur á “besta aldri”
Meðferðin tekur ca. 70 – 90 mín.

Heilnudd

Í heilnuddi sem og í öðrum nuddmeðferðum er tekið mið af hverjum einstaklingi og hvað hentar hverjum og einum. Nuddþegi leggst á nuddbekk eða á dýnu á gólfi og er nuddaður með góðum olíum. Handleggir, herðar, háls og höfuð samt bak, fætur og fótleggir eru þeir líkamspartar sem lögð er áhersla á í heilnuddi. Heilnudd tekur ca. 70-90 mín

Svæðanudd

Í svæðameðferð er unnið með viðbragðssvæði fóta og nær nuddþegi yfirleitt góðri slökun og vellíðan. Nuddþegi leggst á nuddbekk og er hagrætt þannig að vel fari um hann. Fætur eru hitaðar upp með góðum olíum og síðan er unnið með viðbragðssvæðin á fótunum. Svæðameðferð kemur á aðhliða jafnvægi og vellíðan og tekur meðferðin um það bil 1 klst.

Bak / Herðanudd

Hér er áherslan lögð á gott nudd á  bak, herðar og handleggi með góðum/kraftmiklum olíum sem virka vel á auma vöðva eða vöðvabólgur. Nuddþegi leggst á nuddbekk eða situr í nuddstól meðan nuddað er  yfir bak, herðasvæði og handleggi.
Bak og herðanudd tekur ca. 60 mín.

massage, shoulder, human

Yoga / þrýstinudd

Yoga þrýstinudd er aldagömul aðferð Buddiskrar menningar og er nuddið mjög áhrifaríkt og nuddkerfið yfirgripsmikið, en það losar vel um spennu, styrkir líkamann, eykur vellíðan og mýkir upp vöðvana sem leiðir allt að betra líkamlegu jafnvægi.
Í Yoga þrýstinuddi liggur nuddþegi á dýnu á gólfinu í þægilegum fötum sem þrengja hvergi að. Nuddarinn krípur við hlið nuddþegans og notar eigin líkamsþunga, þrýstir með þumlum, höndum, olnboga og fótum til að skapa þann þrýsting og teygjur á vöðvana sem þarf til.

Yoga þrýstinudd virkar mismunandi á fólk og getur verið samtímis bæði vont og gott og fer það oft eftir ásigkomulagi líkamans.
Yoga þrýstinudd tekur ca. 70 – 90 mín.

Heilsueflandi nudd fyrir konur

Heilsueflandi nudd inniheldur hluta af Yoga/þrýsitnuddi sem er með til að losa um auma og stíflaða orkupunkta sem og vöðvaspennu í líkamanum. Einnig er nuddað létt maganudd sem m.a. losar um og kemur jafnvægi á andlega og líkamlega líðan. Að lokum er nuddað með jurtapúða sem búið er að hita, jurtapúðinn er fylltur með sérvöldum og góðum jurtum sem henta mjög vel fyrir konur. Það er ráðlagt að borða ekki klukkutíma fyrir nuddið. Nuddið tekur ca. 90 – 120 mín.

Nudd fyrir verðandi mæður

Vellíðan, slökun og yndisleg tónlist með áherslu á að míkja stífa og þreytta vöðva. Í lokin er hið viðkvæma mjóbak vaggað rólega  til beggja hliða. Hægt er að panta í nudd fyrir verðandi mæður eftir 6 mánaða meðgöngu.
Nuddið tekur ca. 60 mín.